

Eitt gjafabréf
sex hótel
Gjafabréf KNOX opnar dyr að sex ólíkum hótelum um landið ásamt ró, náttúru, góðum mat og fallegum stundum. Gjafabréfin gilda á Hótel Hamri, UMI, Magma, Hótel Höfn, Flókalundi og Hótel Eyju.
Gjafabréfin koma í fallegri gjafaöskju með mjúkri svefngrímu.
Fullkomin gjöf fyrir þá sem þú vilt gleðja.



Gjafabréf sem skapa minningar
Gjafabréf KNOX eru sveigjanleg og gilda á öllum hótelum keðjunnar, frá rólegri sveitasæld við Hamar, fágun og matarmenningu á UMI, töfrandi náttúru Magma og Höfn, yfir í hönnun og borgarhljóð á Hótel Eyja og kyrrð Vestfjarða á Hótel Flókalundi. Hver staður býður upp á sína upplifun, og gjafabréfið gefur frelsi til að velja.
Fullkomin gjöf fyrir öll tilefni
Hvort sem tilefnið er afmæli, brúðkaup, jól eða þakkargjöf þá er upplifunargjöf alltaf vel þegin. Með gjafabréfi KNOX fær viðtakandinn tækifæri til að njóta gistingar, matar og drykkja eða bæta við upplifunum, allt eftir eigin óskum.
Gerðu gjöfina enn veglegri
Hægt er að fá gjafabréfið í glæsilegri gjafaöskju ásamt mjúkri svefngrímu, án aukakostnaðar. Falleg og áþreifanleg gjöf. Gjafabréfin eru afhent á Hótel Eyju í Brautarholti, Reykjavík.
Gjafabréfin gilda á eftirfarandi hótel:
Til að bóka gistingu vinsamlegast hafið samband beint við hótelið.





